Kólnar á ný
Eftir að hafa haft sunnan átt og sannkallað vorveður um helgina á gera ráð fyrir að það breytist aftur í nótt en spáin gerir ráð fyrir fremur hægri suðlægri átt og bjartviðri með hita um frostmark. Í nótt og á morgun er hins vegar gert ráð fyrir allt að sex gráðu frosti.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er greiðfært á öllum helstu leiðum en reynslunni ríkari varar Feykir við því að glerhálka getur myndast á vegum við aðstæður sem þessar.