Komu kvígu til aðstoðar

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga aðstoðuðu við að draga kýr sem hafði fallið í haughús. „Það er ekki hægt að vera með neinn pempíuskap þegar belja fellur í haughús,“ segir á Facebook síðu Landsbjargar.
„Hífðum kvíguna aftur upp gatið sem hún féll niður um í haughúsið. Frekar erfitt er að koma böndum á svona gripi sem vigta líklega um 450 kg, þegar þeir eru á kafi í mykju. Varð líklega ekki meint nema hún var skítug upp fyrir haus og okkar menn líka,“ segir á síðunni.