Kóngur vill sigla en byr ræður :: Leiðari Feykis
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
17.11.2021
kl. 17.48
Nú hafa formenn stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, rætt í þaula hvernig best sé að stjórna landinu næstu fjögur árin og hver eigi skilið að fara með völd ráðuneytanna. Sá langi tími sem farið hefur í samtalið er mörgum undrunarefni ekki síst þar sem þessi þrjú hafa sagt að samstarfið hafi gengið mjög vel á seinasta kjörtímabili og gagnkvæmt traust hafi ríkt milli þeirra. Þau vita nákvæmlega hvar hver stendur og þekkja væntingar hvers og eins. Hvers vegna tekur þetta þá svona langan tíma?