Kóramót á Akureyri

Laugardaginn 20. mars stendur Karlakór Akureyrar-Geysir fyrir stórtónleikum fjögurra karlakóra á Akureyri, með yfirskriftinni: “Hæ. Tröllum!”
Tónleikarnir verða í Glerárkirkju og hefjast klukkan 16:00. Þetta mót er haldið síðla vetrar annað hvert ár og að þessu sinni verða þátttakendur; Karlakór Bólstaðarhlíðar, Karlakór Eyjafjarðar og Karlakórinn Hreimur, auk gestgjafanna sjálfra.

Karlakór Bólstaðarhlíðar sækir félaga sína aðallega úr Austur-Húnavatnssýslu og þeim stjórnar Sveinn Árnason. Karlakór Eyjafjarðar tengist Eyjafjarðarsveit og Petra Björk Pálsdóttir er þeirra stjórnandi. Hreimur kemur frá Húsavík og þeim stjórnar Aladár Rácz. KAG er frá Akureyri og honum stjórnar Valmar Väljaots. Undirleikari í sameiginlegum lögum kóranna verður Aladár Rácz.

Á "Hæ. Tröllum!" flytur hver kór sína dagskrá, en að lokum syngja allir kórarnir saman. Þar sameinast því vel á annað hundrað karlar og flytja ! ;nokkur stórvirki úr sönghefð íslenskra karlakóra.

Fleiri fréttir