Kosningaskrifstofur og fésbókarsíður

Framboðslistarnir tveir í Húnaþingi vestra hafa opnað fésbókarsíður og einnig hefur N-listinn opnað kosningaskrifstofu en B-listinn mun opna sína skrifstofu á laugardaginn kemur. Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður og ráðherra, verður gestur á opnun skrifstofunnar.

Kosningaskrifstofa B-lista Framsóknar og annarra framfarasinna verður að Eyrarlandi 1 á Hvammstanga og opnar laugardaginn 17. maí n.k. og verður opin frá kl. 14:00 til kl. 18:00. Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður og ráðherra, verður gestur á opnun skrifstofunnar og eru íbúar og aðrir boðnir velkomnir að kynna sér frambjóðendur og áherslumál framboðsins.

Opnunartími kosningaskrifstofunnar fram að kosningum verður sem hér segir: 18. maí 15:00-17:00 og 19.-22. maí 20:00-22:00. Símanúmer á kosningaskrifstofunni er 899-1065.

N-listinn - Nýtt afl í Húnaþingi vestra, opnaði kosningaskrifstofu sína n.k. laugardag, 17. maí, kl. 15:00. Kosningaskrifstofan er til húsa á neðri hæð félagsheimilisins á Hvammstanga (gengið inn undir svölum) og opnar kl. 15:00.

Fleiri fréttir