Kvenfélagið Iðja í Húnaþingi vestra gefur vaxbað

Stella Bára Guðbjörnsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og Elínborg Ólafsdóttir. Mynd tekin af heimasíðu Húnaþings vestra.
Stella Bára Guðbjörnsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og Elínborg Ólafsdóttir. Mynd tekin af heimasíðu Húnaþings vestra.

Fulltrúar frá Kvenfélaginu Iðju í Húnaþingi vestra komu færandi hendi sl. mánudag í föndurstarf sem sveitarfélagið heldur úti fyrir bæði eldri borgara og öryrkja í Nestúni 4-6 á Hvammstanga á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 15-18. Gjöfin sem Kvenfélagið gaf er vaxbað sem er gjarnan notað fyrir þreyttar og stirðar hendur og hentar því sérstaklega vel fyrir handavinnufólk. Höndunum er dýft í heitt vaxið og það látið vera á höndum í 15-20 mínútur. Þessi paraffin-vaxmeðferð er talin hafa verkjastillandi áhrif ásamt því að gefa húðinni aukinn raka og mýkt.

Á myndinni má sjá Stellu Báru Guðbjörnsdóttur, umsjónarmann föndurstarfsins, Ingibjörgu Jónsdóttur f.h. Kvenfélagsins Iðju og Elínborgu Ólafsdóttur sem er að prufa vaxmeðferðina. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir