Kynbótasýning hrossa hefst á morgun
Kynbótasýning hrossa hefst á Hvammstanga á morgun, þriðjudaginn 22. maí kl. 14.00. Samkvæmt heimasíðu Hestamannafélagsins Þyts eru skráð um 90 hross á sýninguna.
Þá verður dæmt á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag en yfirlitssýning verður á föstudaginn, 25. maí, og hefst hún kl. 9:00.