Kynningardagur Hólaskóla

logo-holarÁ morgun 3. september, verður móttaka nýnema Hólaskóla haldin með dagskrá sem hefst kl. 8.30 þar sem Skúli Skúlason rektor býður nemendur velkomna í skólann.

 

Kynningin fer fram bæði á Sauðárkróki þar sem starfssemi fiskeldisdeildar í Verinu verður kynnt fyrir nemendum og á Hólastað. Þar verða nemendur fræddir um staðinn með sögurölti og staðaskoðun bæði í skólahúsum og nánasta umhverfi.

 

 

Markmið skólans með kynningardeginum er að bjóða nemendur velkomna í skólann og Skagafjörð. Auka kynni og tengsl nemenda milli deilda skólans og innan deildanna og kynna nýnemum þjónustu, starfsfólk og aðstöðu skólans og ekki síst að gefa nemendum innsýn í sögu staðarins og merkustu byggingar.

Fleiri fréttir