Kynningarmyndband um Sóknaráætlun

Kynningarmyndband um efni nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020-2024 hefur nú verið gefið út og er aðgengilegt á YouTube. Sóknaráætlunin var samþykkt á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þann 19. október sl. og skrifað var undir nýja samninga um sóknaráætlanir landshlutanna við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. 

Á vef SSNV segir um Sóknaráætlun: 

„Ný Sóknaráætlun Norðurlands vestra er metnaðarfull en í henni koma fram áherslur íbúa um sóknartækifæri fyrir landshlutann. Hún mun verða leiðarljós í starfi SSNV næstu 5 ár.  Við hvetjum alla íbúa til að kynna sér efni hennar og höfum til að auðvelda það sett saman myndband með kynningu á efni hennar. Þar er farið yfir hvað þessi sóknaráætlun er eiginlega, ferli vinnunnar við gerð hennar og innihaldið."

Sóknaráætlun Norðurlands vestra verður aðeins gefin út á rafrænu formi en hana má  nálgast á vef SSNV undir flipanum SÓKNARÁÆTLUN

Kynningarmyndband um Sóknaráætlun Norðurlands vestra má finna hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir