Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu

Á morgun fimmtudaginn 7. mars í aðalbyggingu LBHÍ á Hvanneyri verður spennandi málþing- Landslagið í Landbúnaði og matvælaframleiðslu frá kl. 10-15  og að loknu málþingi verður matarmarkaður frá 15-18.

Að málþinginu standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands, Matís, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla/Beint frá býli og Samtök fyrirtækja í landbúnaði.

Málþingið Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu

Haldin verða fjölbreytt erindi og að þeim loknum verða pallborðsumræður þar sem erindin verða rædd og spurt verður hvar þörf er á að ýta við málum til að landbúnaður geti verið arðsöm atvinnugrein sem sóst er eftir að starfa í. Að málþinginu standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands, Matís, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla/Beint frá býli og Samtök fyrirtækja í landbúnaði. Nánar hér

Matarmarkaður

Að loknu málþingi verður slegið upp matarmarkaði beint frá býli og verða 17 framleiðendur að selja vörur sínar og gefa smakk milli kl 15 og 18 í matsal LBHÍ á Hvanneyri. Nánar hér og hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir