Langafi prakkari á miðvikudag
Það er mikill spenningur á meðal leikskólabarna á Ásgarði á Hvammstanga þessa dagana en á morgun miðvikudag ætla krakkarnir að fara í heimsókn í grunnskólann á Hvammstanga og sjá sýninguna Langafi prakkari í uppsetningu Möguleikhússins.
Munu þau horfa á sýninguna með 1 - 4 bekk grunnskólans. Alls eru 66 börn á Ásgarði.
Heimasíðu leikskólans má finna hér