Laxveiðin enn dræm

Víðidalsá. Mynd:FE
Víðidalsá. Mynd:FE

Enn er veiði dræm í laxveiðiám landsins þó vætutíð undanfarinna daga hafi vakið vonir um að eitthvað fari nú að rætast úr. Heildarveiðin á Norðurlandi vestra er nú komin í 881 fiska en var 1954 á sama tíma í fyrra.

Miðfjarðará er í þriðja sæti yfir aflahæstu ár landsins með 307 laxa en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst þar 759 fiskar. Blanda er í fimmta sætinu með 265 miðað við 515 í fyrra. Laxá á Ásum er í 14. sætinu með 108 fiska og í Víðidalsá sem er í 16. sæti hafa veiðst 102 laxar. Vatnsdalsá hefur skilað 64 og í Hrútafjarðará og Síká er aflinn 26 fiskar. Níu laxar hafa veiðst í Svartá en á sama tíma í fyrra voru þeir 22.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir