Leikflokkurinn á Hvammstanga stefnir á uppsetningu
Það eru leikhugur í fleirum en Austur- Húnvetningum. Í Sjónauka liðinnar viku kom fram að Leikflokkurinn á Hvammstanga stefnir á uppsetningu á leikriti í haust og er auglýst eftir áhugasömu fólki í bæði leik og störf.
Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á kormak@simnet.is og taka fram hvort óskað er eftir að leika eða starfa. Allar nánari upplýsingar eru hjá Hödda í síma 897-4658.