Leikhópurinn Lotta með sýningu á Blönduósi í kvöld og Sauðárkróki á morgun

Leikhópurinn Lotta með sýninguna Litla hafmeyjan. Mynd: Tekinn af facebook síðu Lottu.
Leikhópurinn Lotta með sýninguna Litla hafmeyjan. Mynd: Tekinn af facebook síðu Lottu.

Í kvöld klukkan 18:00 verður sýning á Káratúni á Blönduósi og á morgun klukkan 11:00 verður sýningin í Litla skógi á Sauðárkróki.

Sýningin Litla hafmeyjan fjallar um unga hafmeyju sem gengur undir nafninu Ariel. Hún er dóttir Neptúnusar, sem er vel þekktur fyrir að vera konungur sjávarins. Einn dag fékk Ariel klikkaða hugmynd og sagði þá föður sínum að henni langaði að skoða mennska heiminn. Hann vildi ekki hjálpa henni, svo hún fór í burtu, í leit að hjálp hjá einhverjum. Þá hittir hún Úrsúlu, sem gefur henni eitthvað lyf sem myndi breyta Ariel í mennska stelpu. Ariel tekur lyfið, en í leiðinni, fær Nornin rödd hennar. Litla Hafmeyjan fer á þurrt land, því að hún gat ekki andað undir vatni eins og áður. Um leið og hún var fundin vissi hún ekki  að maðurinn sem að fann hana og hjálpaði henni var enginn annar en prinsinn. Þau enda á því að verða mjög ástfanginn af hvort öðru og giftast.

Nú er um að gera að skella sér á þessa frábæru sýningu sem er úti og taka með sér teppi og nesti og myndavél til að taka myndir eftir sýningu.

Miðaverð er 2.500 krónur og það er frítt fyrir 2ja ára og yngri.

Seinna í sumar eða 8. ágúst verður sýningin sýnd á Hvammstanga klukkan 18:00.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir