Leikskólinn Ásgarður 25 ára ára

Vorið 2004 var efnt til samkeppni um merki/logo Ásgarðs. Tillaga Steinars Loga Eiríkssonar sem þá var nemandi skólans og fjölskyldu hans var valin. Merkið er sól.
Vorið 2004 var efnt til samkeppni um merki/logo Ásgarðs. Tillaga Steinars Loga Eiríkssonar sem þá var nemandi skólans og fjölskyldu hans var valin. Merkið er sól.

Leikskólinn Ásgarður á Hvammstanga fagnaði 25 ára afmæli sínu á þriðjudag 13. ágúst en byggingin var vígð á þeim degi árið 1994. Tveir þriðju hlutar byggingarinnar voru þá teknir í notkun.

Á vef Húnaþings vestra kemur fram að leikskóli hafi fyrst verið rekinn á Hvammstanga yfir sumarmánuðina í húsnæði grunnskóla Hvammstanga og hófst sú starfsemi 1976. Árið 1979 var opnaður leikskóli að Höfðabraut 25 og tók hann til starfa 15. október sama ár. Fyrsta skóflustunga að núverandi leikskólahúsnæði að Garðavegi 7 var tekin árið 1987. Leikskólabyggingin var vígð 13. ágúst 1994 og hlaut skólinn nafnið Ásgarður. Tveir þriðju hlutar byggingarinnar voru þá teknir í notkun.

Árið 2002 var allt húsnæðið komið í notkun. Yngsta deild skólans var flutt að Kirkjuvegi 12. febrúar 2006 vegna þrengsla. Nú var svo komið að það þurfti að stækka skólann og var tekin skóflustunga að viðbyggingu haustið 2006. Vorið 2004 var efnt til samkeppni um merki/logo Ásgarðs. Tillaga Steinars Loga Eiríkssonar sem þá var nemandi skólans og fjölskyldu hans var valin. Merkið er sól. Einnig var leikskóladeild í félagsheimilinu Víðihlíð og var hún tekin í notkun október 2006. Þann 12. desember 2007 var svo viðbygging við skólann formlega tekin í notkun. Þegar viðbyggingin var tekin í notkun flutti yngsta deildin aftur á Garðavegin og Kirkjuveginum lokað. Leikskóladeild í félagsheimilinu Víðihlíð var lögð niður júní 2010. Haustið 2012 var Leik- og grunnskólinn á Borðeyri settur undir skólastjórnendur í Ásgarði. Leik - og grunnskóli Borðeyrar var lagður niður 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir