Lindarvegur verður til á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
24.04.2012
kl. 15.57
Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra lagði til á síðasta fundi sínum að ný gata sem er innan deiliskipulags austan Norðanbrautar á Hvammstanga, myndi hljóta nafnið Lindarvegur.
Sveitarstjórn Húnaþing vestra samþykkti nafngiftina samhljóða á fundi sínum þann 12. apríl sl., ásamt fyrirliggjandi deiliskipulagi eftir að viðeigandi lagfæringar hafa verið gerðar á því vegna athugasemda frá Skipulagsstofnun.