Lögregluvarðstöð á Hvammstanga formlega vígð

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri, Birgir Jónasson lögreglustjóri og Þorleifur Karl Eggertsson oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra við opnun stöðvarinnar. MYND AF VEF HÚNAÞINGS VESTRA
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri, Birgir Jónasson lögreglustjóri og Þorleifur Karl Eggertsson oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra við opnun stöðvarinnar. MYND AF VEF HÚNAÞINGS VESTRA

Í gær fór fram vígsla nýrrar lögregluvarðstöðvar á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Fjölmenni kom saman í stöðinni að Höfðabraut 6 til að fagna þessum tímamótum. Það hefur verið baráttumál sveitarstjórna um langa hríð að bæta löggæslu í sveitarfélaginu með opnun mannaðrar lögregluvarðstöðvar. Stöðin opnaði í haust en formleg opnun var semsagt í gær.

Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra og Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra fluttu stutt ávörp en bæði voru sammála um að um mikilvægan áfanga væri að ræða sem muni leiða til bættrar þjónustu lögreglunnar í umdæminu.

Tveir lögreglumenn starfa á stöðinni en stöðvarstjóri á Hvammstanga er Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir. Fjölda mynda frá vígslunni má sjá á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra >

Heimild: Húnaþing.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir