Lóuþrælar halda söngskemmtun í Seltjarnarneskirkju
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
08.04.2013
kl. 08.34
Karlakórinn Lóuþrælar úr Húnaþingi vestra ætlar að halda söngskemmtun í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 14. apríl næstkomandi klukkan 17:00. Sönginn nefna þeir „Vorvindar“ og er þar að finna íslensk og erlend lög, sem flutt eru við undirleik hljómsveitar, samkvæmt heimasíðu kórsins.
„Munið! Ánægja okkar og ykkar verður því meiri sem fleiri mæta. Hittumst hress og kát,“ segir loks á heimasíðunni.
