Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
10.07.2025
kl. 08.52
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Valdaframsalsmálið snýst sem kunnugt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um bókun 35 við EES-samninginn. Verði frumvarpið samþykkt verður lögfest að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleiða þarf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum gangi framar innlendri löggjöf. Verði henni með öðrum orðum æðra. Mál sem virtir lögspekingar hafa varað við að fari gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Valdaframsalsmálið snýst þannig um valdið yfir íslenzkum málum. Málið er miklu stærra að sama skapi en Icesave-málið sem varðaði einnig mikla fjárhagslega hagsmuni en snerist engu að síður aðeins um eina lagagerð frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar um forgang alls regluverks í gegnum EES-samninginn. Þar á meðal um innistæðutryggingar og sem haft getur mikil fjárhagsleg áhrif meðal annars fyrir sjávarútveginn.
Fleiri fréttir
-
Ljósadagurinn er í dag
Ljósadagurinn í Skagafirði er í dag og eru íbúar héraðsins hvattir til að tendra kertaljós við heimili sín og minnast látinna ástvina líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Tilkomumikið að sjá fjölda logandi kerta við heimili, gangstéttir, götur og heimreiðar er skyggja tekur.Meira -
Línuleið Holtavörðuheiðarlínu 3
Íbúakynning verður haldin á Krúttinu á Blönduósi þriðjudaginn 13.janúar nk. þar sem farið verður yfir forsendur og ferli vegna línuleiðar Holtavörðuheiðarlínu 3 og hefst fundurinn klukkan 19:30 þar sem heitt verður á könnunni og léttar veitingar.Meira -
Éljagangur og norðangaddur
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 12.01.2026 kl. 10.37 oli@feykir.isSkyndilega skall hann á með vetrarveðri og má nánast segja að þetta sé í fyrsta sinn í vetur sem norðanátt og éljagangur herjar á íbúa á Norðurlandi vestra. Þrátt fyrir nokkur leiðindi í veðrinu þá er ekki gul veðurviðvörun fyrir svæðið líkt og gildir um stóran hluta landsins. Engu að síður er gert ráð fyrir allt að 15 m/sek að norðan í Skagafirði og éljum í dag en útlit er fyrir minni vind í Húnavatnssýslum.Meira -
Stólarnir tryggðu sigurinn á lokamínútunum í Stykkishólmi
Það verður Skagfirðingapartý bikarhelgina miklu hvenær og hvar sem hún nú verður því karlalið Tindastóls fylgdi í fótspor Stólastúlkna, sem unnu KR í VÍS bikarnum í gær, og tryggðu sér sömuleiðis sæti í undanúrslitum með sigri á liði Snæfells í Stykkishólmi. Fyrirfram var reiknað með öruggum sigri Stólanna en heimamenn í Snæfelli gáfu Stólunum hörkuleik og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem gestirnir sýndu mátt sinn og megin. Lokatölur 98-115.Meira -
Má skella riðuveikinni á Íslandi á brennuna
Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð (og reyndar ýmislegt annað líka), gamaldags búskapur, eins og Karólína orðar sjálf, með um 80 kindur, þar af u.þ.b. 30 sauði og þrjá hesta. Svo eru hundarnir Baugur, Kappi og Ljúfur alveg ómissandi.Meira
