Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
10.07.2025
kl. 08.52
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Valdaframsalsmálið snýst sem kunnugt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um bókun 35 við EES-samninginn. Verði frumvarpið samþykkt verður lögfest að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleiða þarf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum gangi framar innlendri löggjöf. Verði henni með öðrum orðum æðra. Mál sem virtir lögspekingar hafa varað við að fari gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Valdaframsalsmálið snýst þannig um valdið yfir íslenzkum málum. Málið er miklu stærra að sama skapi en Icesave-málið sem varðaði einnig mikla fjárhagslega hagsmuni en snerist engu að síður aðeins um eina lagagerð frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar um forgang alls regluverks í gegnum EES-samninginn. Þar á meðal um innistæðutryggingar og sem haft getur mikil fjárhagsleg áhrif meðal annars fyrir sjávarútveginn.
Fleiri fréttir
-
„Það væri frekar dapurt líf ef ekki væri tónlist og söngur“ | KOLBRÚN GRÉTARS
Það er Kolbrún Erla Grétarsdóttir á Úlfsstöðum í Blönduhlíð sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni. Hún segist vera af hinum óstýriláta 1975 árgangi, „... sennilega eftirminnilegasti árgangur Varmahlíðarskóla þó ég segi sjálf frá. Kolbrún er dóttir Grétars Geirssonar frá Brekkukoti og Jónínu Hjaltadóttur frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal. „Alin upp á Hólum í Hjaltadal – í dalnum sem Guð skapaði,“ bætir hún við.Meira -
Taiwo brilleraði gegn Þórsurum
Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gærkvöldi í sjöundu umferð Bónus deildarinnar í körfubolta. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik og var þá meðal annars sex sinnum jafnt. Taiwo Badmus hrökk hins vegar í gírinn í þriðja leikhluta, gerði þá 20 stig og bjó til ágætt forskot ásamt félögum sínum sem gestirnir náðu ekki að brúa. Lokatölur 96-82.Meira -
Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga
Þó nokkur umræða hefur verið síðustu ár um Siglufjarðarveg við Strákagöng en þar má segja að vegurinn sé nánast á nippinu með að halda velli í fjallshlíðinni. Sökum þess hafa sveitarfélögin á svæðinu krafist aðgerða Vegagerðarinnar og að boruð verði göng úr Fljótum og í Siglufjörð. Í gær bauð Vegagerðin út for- og verkhönnun Fljótagana, vegagerðar á Siglufjarðarvegi milli Stafár í Fljótum og tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um er að ræða 24 km vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Frestur til að skila inn tilboðum er til 16. desember.Meira -
Íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Á tímabilinu 28. nóvember til 13. desember nk. verða haldnar íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu sem er svohljóðandi:Meira -
Selasetrið fagnar 20 ára afmæli
Selasetur Íslands á Hvammstanga fagnar 20 ára afmæli á þess ári og í tilefni af því verður efnt til afmælisveislu laugardaginn 15. nóvember. Dagskráin hefst klukkan 11 og stendur til 17 og verður eitthvað skemmtilegt í boði fyrir alla.Meira
