Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
10.07.2025
kl. 08.52
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Valdaframsalsmálið snýst sem kunnugt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um bókun 35 við EES-samninginn. Verði frumvarpið samþykkt verður lögfest að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleiða þarf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum gangi framar innlendri löggjöf. Verði henni með öðrum orðum æðra. Mál sem virtir lögspekingar hafa varað við að fari gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Valdaframsalsmálið snýst þannig um valdið yfir íslenzkum málum. Málið er miklu stærra að sama skapi en Icesave-málið sem varðaði einnig mikla fjárhagslega hagsmuni en snerist engu að síður aðeins um eina lagagerð frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar um forgang alls regluverks í gegnum EES-samninginn. Þar á meðal um innistæðutryggingar og sem haft getur mikil fjárhagsleg áhrif meðal annars fyrir sjávarútveginn.
Fleiri fréttir
-
„Ef leikurinn tapast verður veturinn þungur og erfiður“
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla 17.09.2025 kl. 19.13 oli@feykir.isÞað er leikur á föstudaginn. Neinei, ekki körfuboltaleikur. Það er sjaldgæfur undanúrslitaleikur og alvöru grannaslagur í Fótbolti.net bikarnum. Ef þessi leikur væri frímerki þá væru allir safnararnir óðir og uppvægir í að komast yfir hann. Við erum að tala um aðra innbyrðisviðureign Tindastóls og Kormáks/Hvatar í sögunni. Slagurinn um montréttinn á Norðurlandi vestra. Feykir tók púlsinn á varafyrirliða Kormáks/Hvatar, Sigurði Pétri Stefánssyni, og spurði meðal annars hvað hann gæti sagt okkur fallegt um lið Tindastóls...Meira -
Stjörnumenn heimsækja Síkið í kvöld
Mögulega eru ennþá einhverjir með óbragð í munninum eftir síðustu heimsókn Stjörnumanna í Síkið en það hefur aldrei skilað nokkrum einasta árangri að dvelja við það sem liðið er og í kvöld ætla Garðbæingarnir að heimsækja okkur og spila æfingaleik við meistaraflokk Tindastóls. Hefjast leikar eins og vant er 19:15 og þið þekkið þetta borgarar verða á grillinu og Indriði til aðstoðar fyrir árskortshafa.Meira -
Inga Valdís Tómasdóttir látin
Ein af drottningum Sauðárkróks, Inga Valdís Tómasdóttir, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki þann 9. september síðastliðinn, þá nýorðin 88 ára gömul. Inga Valdís var gift Helga Rafni Traustasyni sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga þegar hann lést árið 1981, langt fyrir aldur fram. Útför Ingu fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 6. október og hefst klukkan 13.Meira -
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 17.09.2025 kl. 13.05 siggag@nyprent.isUppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2026. Hægt er að sækja um atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði.Meira -
Miðasalan hafin á Jólin heima
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 17.09.2025 kl. 11.27 gunnhildur@feykir.isNú fyrir stundu hófst miðasalan á jólatónleikana Jólin heima hér hjá okkur á feykir.is. Í fyrra seldist upp svo nú er um að gera að tryggja sér miða og missa ekki af þessari tónlistarveislu.Meira