Neytendasamtökin efna til samtals á Kaffi Krók í hádeginu

Neytendasamtökin efna til samtals um neytendamál við neytendur og sveitarstjórnir vítt og breitt um landið. Samtökin kynna sér helstu mál sem brenna á fólki á landsbyggðinni og segja frá baráttumálum sínum og þann ávinning sem sterkur hagur neytenda færir fólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu. Í hádeginu í dag heimsækja samtökin Sauðárkrók en fundað verður á Kaffi Krók og hefst fundurinn kl. 12.

Umræðuefnin eru fjölmörg: heildarstefnumótun í neytendamálum, samkeppnismál, flutningskostnaður, raforkuöryggi og -verð, dýrtíðin og svo mætti lengi telja. Auk opinna funda með neytendum verður fundað með á annan tug sveitarstjórna víðs vegar um landið.

Neytendur um land allt eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir