Öfugu megin uppí

Leikdeild ungmennfélagsins Grettis mun frumsýna farsann „Öfugu megin uppí“ þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 21:00 í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka. Um er að ræða gamanleik og taka sex leikarar þátt.

Leikritið segir frá Friðþjófi, sem tekur að sér að gæta sveitahótels systur sinnar á meðan hún bregður sér í frí. En það á ekki fyrir honum að liggja að eiga náðuga daga þar, því svo undarlega vill til að tvö pör hafa ákveðið, hvort í sínu lagi, að gera sér glaðan dag og enn glaðari nótt á þessu sama hóteli. Leikstjóri er Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir en hún stýrði síðustu sýningu félagsins árið 2011.

Einnig verða sýningar miðvikudagskvöldið 1. apríl og föstudagskvöldið 3. apríl. Miðaverð 2.500 kr. og verður posi á staðnum

Fleiri fréttir