Ólöf á Tannstaðabakka styrkir Velferðarsjóð Húnaþings vestra

Ólöf (fyrir miðju) ásamt fulltrúum stjórnar Velferðarsjóðs. Mynd: hunathing.is
Ólöf (fyrir miðju) ásamt fulltrúum stjórnar Velferðarsjóðs. Mynd: hunathing.is

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka kom á fund fulltrúa í stjórn Velferðarsjóðs Húnaþings vestra í dag og færði sjóðnum að gjöf kr. 516.000 sem hún hefur safnað með sölu á bútasaumsteppum sem hún saumar og selur til styrktar góðgerðamálum.

Ólöf hefur unnið að þessu verkefni undanfarin ár og hefur hún farið vítt og breitt um Norðvesturland á þessu ári og selt gestum og gangandi, nú síðast á jólamarkaðnum í Félagsheimilinu Hvammstanga. Er þetta þriðja árið í röð sem Ólöf leggur Velferðarsjóðnum lið og hefur hún styrkt sjóðinn samtals um kr. 1.400.000.

Í byrjun þessa árs var Ólöf valin Norðvestlendingur ársins 2018, m.a. vegna þess hvernig hún heldur Parkinsonsjúkdómi í skefjum með því að sauma og selja bútasaumsteppi og gefa andvirði þeirra til góðgerðarmála í heimahéraði. Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að stjórn Velferðarsjóðs sébæði hrærð og glöð yfir þessu göfuga framtaki Ólafar og þakklát fyrir þann fallega hug sem býr að baki.

Sjá frétt á Feyki.is 

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka er Maður ársins 2018 á Norðurlandi vestra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir