Opnir dagar í Fjölbraut

Opnir dagar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefjast miðvikudaginn 26. febrúar og standa út vikuna. Samkvæmt heimasíðu FNV verður dagskráin fjölbreytt en þar má nefna, jóga, júdó, metabolic, sushigerð, hestaferðir, leðurvinnslu, skíða- og snjósleðaferð.

„Farið verður í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir s.s. Landvirkjun, Matís, Biopol, Fisk Seafood og Sauðárkróksbakarí. Síðast en ekki síst koma góðir gestir í heimsókn en Sigga Dögg Arnardóttir kynfræðingur og Villi naglbýtur mæta og fræða mannskapinn,“ segir á síðunni.

Opnum dögum lýkur með árshátíð á föstudagskvöldið.

Dagskrá Opna daga í FNV 2014. Mynd/FNV

Fleiri fréttir