Öxnadalsheiði lokuð

Skjáskot af síðu Vegagerðarinnar.
Skjáskot af síðu Vegagerðarinnar.

Þjóðvegi 1 um Öxnardalsheiði hefur verið lokað fyrir umferð vegna versnandi veðurs, að því er kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Einnig hefur Siglufjarðarvegi utan Fljóta verið lokað.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra en þar er gert ráð fyrir allhvassri eða hvassri norðaustanátt (13-20 m/s) með éljum eða skafrenningi. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum á vegum með líkum á afmörkuðum samgöngutruflunum, sér í lagi á fjallvegum og utanverðum Tröllaskaga. 

Frekari upplýsingar veitir Vegagerðin í síma 1777

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir