Ragnheiður Jóna ráðinn sveitarstjóri Húnaþings vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur um að taka að sér starf sveitarstjóra í Húnaþingi vestra út kjörtímabilið. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að Ragnheiður Jóna hafi síðastliðin tvö ár starfað sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Áður starfaði hún í 10 ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs.

Ragnheiður Jóna lauk MA-prófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og BA-prófi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri. Auk þess hefur hún stundað nám í Opinberri stjórnsýslu og lokið námslínunni Forysta til framþróunar - leið stjórnenda til aukins árangurs, við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir