Rjúpnaveiði í eignarlöndum Húnaþings vestra 2023

MYND PÉTUR JÓNSSON
MYND PÉTUR JÓNSSON

Á heimsíðu Húnaþings vestra er hægt að sjá hvernig fyrirkomulagi rjúpnaveiða verður háttað í eignarlöndum Húnaþings vestra árið 2023.Veiðimönnum með gilt skotvopnaleyfi og veiðikort útgefið af Veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er veitir þeim einum heimild til rjúpnaveiða í eignarlöndum sveitarfélagsins. Um eftirfarandi veiðisvæði er að ræða.

Rjúpnaveiðisvæði í landi Húnaþings vestra má sjá HÉR:

Svæði 1 - Vesturhluti Víðidalstunguheiðar, lönd Stóra Hvarfs, Stóru Hlíðar og Öxnartungu. Sjá kort HÉR.

Svæði 2 - Eignarhlutur Húnaþings vestra í Arnarvatnsheiði og Tvídægru: Núpsheiði, Aðalbólsheiði, Lækjarbæjar, Fosskot og Þverá. Sjá kort HÉR

Hvert veiðileyfi sem selt er gildir á ákveðna daga á veiðitíma rjúpu sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur gefið út vegna ársins 2023 og veitir einungis skráðum handhafa þess heimild til veiða á umræddu svæði á áðurnefndum tíma. Um er að ræða sölu á dagsleyfum.

Veiðileyfin verða til sölu hjá Hallfríði Ólafsdóttur í Víðidalstungu og skulu pöntuð með tölvupósti á netfangið hallfridur78@gmail.com. Verð fyrir hvert leyfi er kr. 10.000 á dag.

Fjöldi veiðimanna á veiðisvæði 1 er takmarkaður við 4 byssur á dag en 5 byssur á svæði 2 og tekið skal fram að leyfishafar hafa einir heimild til veiða á umræddum svæðum. Veiðimenn eru hvattir til að tilkynna veiðar án leyfis til eftirlitsmanns.

Fjallskiladeildir í Húnaþingi vestra hafa heimild til að loka vegum og vegslóðum sem eru á forræði sveitarfélagsins án fyrirvara ef talið er að þeir liggi undir skemmdum vegna tíðarfars og umferðar. Þannig veitir veiðileyfið ekki tryggingu fyrir því að ávallt sé hægt að aka að veiðisvæði. Veiðileyfi eru ekki endurgreidd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir