Selasetrið verðlaunað af ECTN

Sela­setur Íslands á Hvammstanga hlaut fyrstu verðlaun Evr­ópu­sam­taka fyr­ir­tækja og þjón­ustuaðila í menn­ing­ar­tengdri ferðaþjón­ustu (ECTN) í síðustu viku en árlega veita sam­tök­in veita viður­kenn­ing­ar í nokkr­um flokk­um og hlaut Sela­setrið verðlaun­in ásamt Bat­ana-um­hverf­isssafn­inu í Króa­tíu í flokki óáþreif­an­legr­ar arf­leifðar.

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Sig­urði Lín­dal Þóris­syni, fram­kvæmda­stjóri Sela­set­urs­ins, að viður­kenn­ing sem þessi skipti miklu máli fyr­ir starf­sem­ina og starfs­menn séu stolt­ir af þess­um ár­angri. „Raun­veru­lega snýst viður­kenn­ing­in ekki síst um þá hug­mynd heima­fólks að setja á stofn sela­set­ur. Starf­sem­in er rek­in í þágu sam­fé­lags­ins á svæðinu og í þágu vís­ind­anna og við höf­um ávinn­ing sam­fé­lags­ins að leiðarljósi,“ seg­ir Sig­urður í frétt um verðlauna­veit­ing­una.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir