Selta og útsláttur á rafmagni
Í gærkvöldi og nótt bættust nýjar truflanir við á Norðurlandi og eru enn nokkrir straumlausir vegna þessa, segir í tilkynningu á heimasíðu RARIK. Miklar rafmagnstruflanir voru út frá aðveitustöðvum í Hrútatungu og Glerárskógum í gær og í nótt vegna seltu og hreinsunar tengivirki í Hrútatungu. Allir eru komnir með rafmagn aftur.
Rafmagn er komið á austanverðan Skagann norður af Selnesi en áfram er unnið að viðgerð. Sauðárkrókslína leysti út í nótt og rafmagnslaust varð á Sauðárkróki. Allir eru komnir með rafmagn aftur.
Rafmangslaust er í hluta Svarárdals og í Blöndudal. Ástæða er selta.
Sjá nánar HÉR