Sexan stuttmyndakeppni Neyðarlínunnar

Stuttmyndakeppni Neyðarlínunnar.MYND FACEBOOK
Stuttmyndakeppni Neyðarlínunnar.MYND FACEBOOK
Þann 8.janúar var opnað fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7.bekk á landsvísu.

Sexan er fræðsluverkefni Neyðarlínunnar og samstarfsaðila sem ætla er að fræða ungt fólk um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefni stuttmyndanna er tæling, nektarmynd, samþykki eða slagsmál ungmenna. Formaður dómnefndar Sexunnar 2024 er kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z.

Nánari upplýsingar má finna á vef okkar, 112.is/sexan en þar er tekið á móti innsendingum frá 8. til og með 28. janúar 2024.
Við hvetjum ykkur til að segja ungmennum í ykkar nærumhverfi frá keppninni og festa þannig Sexunna í sessi sem árlegan, skapandi vettang til að takast á stafrænt ofbeldi á meðal ungmenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir