Sextán sóttu um stöðu framkvæmdastjóra SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) auglýstu í upphafi mánaðarins eftir framkvæmdastjóra og rann umsóknarfrestur út þann 21. september.  Samkvæmt fréttatilkynningu sóttu 16 um starfið og eru þeir eftirfarandi:

  • Anna Rósa Böðvarsdóttir
  • Björn Líndal Traustason
  • Drífa Sigfúsdóttir
  • Einar Örn Stefánsson
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
  • Guðbjörg Eggertsdóttir
  • Gunnólfur Lárusson
  • Hallur Magnússon
  • Heimir Gunnarsson
  • Hrafnhildur Guðjónsdóttir
  • Jónas Egilsson
  • Kristinn Pétursson
  • Magnús Bjarni Baldursson
  • Ómar Örn Hannesson
  • Sigurður Hólmar Kristjánsson
  • Vigdís Ósk Ómarsdóttir

Eins og fram hefur komið í Feyki og á feyki.is hefur Bergur Elías Ágústsson, sem gegnt hefur starfinu frá áramótum, látið af störfum er hann farinn til starfa hjá þýska fyrirtækinu PCC.

SSNV er þjónustu- og samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og sér um mikilvæga sameiginlega málaflokka og hagsmunamál sveitarfélaga á starfssvæðinu. Verkefni SSNV eru fjölbreytt og snúa að hagsmunum svæðisins, atvinnuþróun og rekstri sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna sem að því standa. Höfuðstöðvar SSNV eru á Hvammstanga.

 

Fleiri fréttir