Skemmdust lyfin í rafmagnsleysinu?

Það er að mörgu að hyggja eftir margra daga rafmagnsleysi þar sem annað hvort kólnar um of eða hitnar í kæliskápum. Meðal þess sem þarf að huga sérstaklega að eru lyf en sum þeirra þarf að geyma við ströng geymsluskilyrði til að tryggja virkni og gæði þeirra.

„Þetta á sérstaklega við t.d. um insúlínlyf sem fæst mega frjósa, og mörg líftæknilyf sem geyma þarf í kæli við 2-8°C. Sum lyf er jafnvel ekki æskilegt að kæla aftur eftir að þau hafa hitnað. Ef upp kemur grunur um að geymsluskilyrði lyfs í heimahúsi hafi ekki verið uppfyllt ættu viðkomandi að leita ráða hjá lyfjafræðingi,“ segir Friðþjófur Már Sigurðsson, apótekari í Lyfju á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir