Slæmt umferðarslys í Víðidalnum í gær
Um hádegisbil í gær lentu þrír bílar í miklum árekstri við bæinn Gröf í Vestur-Húnavatnssýslu og voru ellefu manns fluttir mismikið slasaðir á sjúkrahús ýmist með þyrlum eða sjúkrabílum. Einn þeirra liggur á gjörgæsludeild Landsspítalans vegna höfuðáverka, tveir voru lagðir inn á almennar deildir en aðrir slösuðust minna og voru útskrifaðir í gær eftir skoðun.
Miklar tafir urðu á umferð fram eftir degi á slysstað og mynduðust kílómetralangar raðir sitthvoru megin slysavettvangs. Tildrög slyssins er enn í skoðun en veður og aksturskilyrði voru góð.