Sláturbasar á Hvammstanga

Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs stendur fyrir sláturbasar í dag í Félagsheimilinu á Hvammstanga og hefst basarinn kl. 15:30. Basarinn er aðal fjáröflun félagsins þetta árið og leitar félagið til héraðsbúa í von um að fá gefins kaffibrauð og hvers kyns önnur matvæli á basarinn.

Matvælin þyrftu að vera komin í Félagsheimilið fyrir kl. 14:30 í dag. Allt starf við fjáröflun félagsins hefur verið unnið í sjálfboðavinnu og hefur félagið notið mikillar velvildar bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Kann stjórn krabbameinsfélagsins öllum þessum aðilum bestu þakkir fyrir veittan stuðning.

Fleiri fréttir