Spá stórhríð í nótt
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.11.2012
kl. 15.39
Á Norðurlandi er óveður og hefur leiðinni um Vatnsskarð verið lokað. Samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar er óveður á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi frá Hofsósi út í Ketilás. Sömu söguna að segja með Öxnadalsheiði en heiðin er lokuð vegna veðurs og fjölda bíla sem þar eru í vandræðum.
Seint í nótt er spáð stórhríð með NV 15-18 m/s um mitt Norðurland, frá Skagafirði austur um á Tjörnes.
