Steinakarlarnir eignast fósturmæður

Vermundur frá Veigarstöðum glansandi fínn með nýja húfu. Mynd: hunathing.is
Vermundur frá Veigarstöðum glansandi fínn með nýja húfu. Mynd: hunathing.is

Flestir þeir sem fara um Húnaþing vestra ættu að hafa veitt athygli glæsilegu steinakörlunum sem þar má víða sjá. Karlar þessir hafa nú eignast fósturmömmur sem hafa tekið að sér að sjá um að þeir séu alltaf frambærilega útllítandi. Frá þessu er greint á vef Húnaþings vestra.

Gærurnar, hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga, lýstu yfir áhuga sínum á að annast steinakarlana með því að mála þá og prjóna á þá húfur o.fl. þannig að þeir séu sómasamlega til fara. Umhverfisstjóri Húnaþings vestra fagnaði framtakinu og skrifað var undir samkomulag við Gærurnar þann 3. júní sl. á afmælisdegi Önnu Ágústsdóttur, listakonunnar sem skapaði steinakarlana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir