Stóðrétt og stóðsmölun í Víðidal
Í réttarskúrnum er svo hægt að fá kjötsúpu frá kl 17.Kl. 20:30 verður opið hús í reiðhöllinni á Gauksmýri en þar er verið að vígja nýja aðstöðu.Réttarstörf hefjast svo kl. 10 laugardaginn 5. október þegar stóðið verður rekið er til réttar. Í Víðidalstungurétt má jafnan sjá fjölda efnilegra unghrossa.
Í réttinni á laugardaginn verður uppboð á gæðingsefnum og happdrætti þar sem 1. vinningur er folald. Miði í happdrættinu fæst með því að versla veitingar í réttarskúrnum.
Bændur á Stóru Ásgeirsá bjóða gesti velkomna í hesthúsið milli kl. 15 og 17 á laugardag.
Réttardansleikur í Víðihlíð verður svo á laugardagskvöld.
Nánar er fjallað um Víðidalstungurétt í næsta tölublaði Feykis sem kemur út á morgun, fimmtudag.