Styrkir úr Húnasjóði afhentir

Frá afhendingu styrkjanna. Mynd: hunathing.is.
Frá afhendingu styrkjanna. Mynd: hunathing.is.

Nýverið fór fram afhending styrkja úr Húnasjóði á kaffihúsinu Hlöðunni á Hvammstanga. Fimm fengu styrk úr sjóðnum að þessu sinni en sjóðurinn hefur þann tilgang að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra og er veittur til háskólanema og þeirra sem stunda fagnám til starfsréttinda og eru ekki á samningi við vinnuveitanda í starfsgrein sinni. Það var Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra afhenti styrkina. 

Styrkþegarnir fengu hver um sig 100.000 krónur í sinn hlut. Þeir eru: 

Helga Rún Jóhannsdóttir, nám til sveinsprófs í bakaraiðn. 
Freydís Jóna Guðjónsdóttir, nám til BS prófs í sálfræði.
Anna Dröfn Daníelsdóttir, nám til MA prófs í læknisfræði.
Jóhanna Herdís Sævarsdóttir, nám til BS prófs í sjúkraþjálfun.
Anton Birgisson, diplómanám í íþróttasálfræði
.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir