Styrktarsjóður USVH auglýsir eftir umsóknum
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
01.11.2013
kl. 09.15
Stjórn Styrktarsjóðs USVH hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 13. nóvember 2013. Skila þarf umsóknum til stjórnar á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu USVH, www.usvh.is, eða á skrifstofu Ungmennasambandsins að Höfðabraut 6 á Hvammstanga.
Reglugerð um Styrktarsjóð USVH má einnig finna á heimasíðu USVH.