Sumarslátrun hafin hjá KVH
Sumarslátrun hófst í sláturhúsi KVH í byrjun vikunnar. Hátt í sjö hundruð lömbum var slátrað fyrsta daginn, eins og haft var eftir Magnúsi Frey Jónssyni framkvæmdastjóra sláturhúss KVH í frétt á Ríkisútvarpinu. Jafnframt hófst slátrun viku fyrr á síðasta ári.
Meðalþungi dagsins var 14,3 kg sem er í samræmi við væntingar og árstíma. Kjötið af lömbunum sem slátrað var í gær fer allt á Ameríkumarkað og sagði Magnús í samtali við RÚV að eftirspurnin þar væri meiri en hann gæti annað núna. Hann gerði þó ráð fyrir að slátra í heildina svipuðu magni og í fyrra.