Sveitarfélagið Húnaþing vestra styrkir Húnana
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær, fimmtudaginn 12. desember, að styrkja Björgunarsveitina Húna um eina milljón króna fyrir óeigingjarnt starf, oft við erfiðar aðstæður, í þágu samfélagsins.
Á Facebooksíðu Húnaþings vestra segir: „Sveitarstjórn færir öllum starfsmönnum sveitarfélagsins, annarra stofnana og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem leggja á sig gríðarlega vinnu í þágu samfélagsins við fádæma erfiðar aðstæður bestu þakkir. Þetta fólk leggur nótt við dag til að lámarka þann skaða sem orðið hefur og koma sveitarfélaginu okkar á rétt ról."