Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi

Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi föstudaginn 9. og laugardaginn 10. október. Á borðum verða ný, strjúpasöltuð og reykt svið. Að ógleymdum sviðalöppum, kviðsviðum ásamt gulrófum og kartöflum.
Borðhald hefst kl. 20 bæði kvöldin. Húsið opnar kl. 19. Miðaverð er krónur 5000. Eingöngu er tekið á móti pöntunum í síma 847 7845 (Bára) en ekki tölvupósti eða gegnum facebook, frá og með 5. til 8. október eftir kl. 17. Sem fyrr rennur allur ágóði til góðgerðamála í héraði.