Tæknismiðjan á Hvammstanga opnar í ágúst
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni
17.07.2025
kl. 16.36
Í ágúst verður tæknismiðjan í samfélagsmiðstöðinni á Hvammstanga opnuð. Í tilkynningu á heimasíðu Húnaþings vestra segir að þar fái nemendur og íbúar tækifæri til að læra um þrívíddarprentun, forritun, hönnun, nýsköpun o.fl. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs til að þróa tæknismiðjuna og hvetjum við íbúa til að taka þátt þegar nánari dagskrá verður auglýst.
