Telja ekki ástæðu til breytinga á lágmarksfjárhæð
Sveitarstjórn Húnaþings vestra telur ekki ástæðu til að gera breytingar á lágmarksfjárhæð fjárhagsaðstoðar í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í bókun sveitastjórnar sem gerð var í framhaldi af erindi velferðaráðherra.
Í bókuninni segir jafnframt; „Sveitarstjórn álítur ekki þörf á að breyta gildandi lágmarksviðmiði þar sem félagsmálaráð tekur hvert mál til skoðunar með það að
markmiði að leysa úr málum þeirra sem í hlut eiga jafnvel þó um hærri fjárhæðir sé að ræða
en mælst er til að sveitarfélögin taki upp.“ Var bókun sveitastjórnar samþykkt með sex atkvæðum en Elín Líndal óskaði bókað að hún sitji hjá við afreiðslu málsins.