Texti tileinkaður björgunarsveitunum
Á vef RÚV segir frá því að Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal í Húnaþingi vestra og Jónína Aradóttir sömdu íslenskan texta við titillagið úr sjónvarpsþáttunum Strandvörðum (e. Baywatch) eftir Jimi Jamison, sem þakklætisvott til björgunarsveitanna.
Hrafnhildur segir í samtali við RÚV að hugmyndin hafi kviknað á tjaldsvæðinu á tónlistarhátíðinni Bræðslunni í sumar, en báðar hafa þær gaman af því að ganga á fjöll auk þess sem Jónína er í nýliðaþjálfun hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi.
Lagið tóku þær upp í stofunni hjá Hrafnhildi og er hægt að hala því frítt niður á vefsíðu Jónína, jonina.bandcamp.com, eða með því að smella hér. Þar er textann við lagið einnig að finna og er hann svohljóðandi:
Hver mun þér koma til bjargar
er villist þú fjöllunum á?
Og hverjir sér fórna í ferðir margar
er trampolín fjúka á þá?
Í öllum veðrum, þeir munu að þér gá.
Björgunarsveitirnar allar nú fara á stjá.
Þau mér bjarga.
Ég treysti því.
Okkur bjarga.
Við skulum þeim þakka, gleymum ei því.
Úr lofti og sjó þeir leita,
og finna þig rústunum í.
Af kunnáttu öryggi veita
og aldrei þau fara í frí.
Er þau birtast í gegnum öskuský.
Alltaf til staðar ég endalaust dáist að því.
Þau mér bjarga.
Ég treysti því.
Okkur bjarga.
Við skulum þeim þakka, glemum ei því.
Kaupum konur
og karla með.
Kauptu konu,
þá munu þau komast og bjarga þér.