Það hvessir og spáð er lítilsháttar snjókomu

Færðin á Norðurlandi nú um klukkan ellefu í kvöld: SKJÁSKOT
Færðin á Norðurlandi nú um klukkan ellefu í kvöld: SKJÁSKOT

Eftir stillt veður síðustu daga snýr veturkonungur aðeins upp á sig í nótt og á morgun. Spáð er 10-18 m/sek á morgun og ef nebba er stungið út fyrir dyrakarm má berlega finna að blástur er þegar hafinn. Norðanáttinni fylgir lítilsháttar snjókoma á svæðinu en bæði vindur og éljagangur gengur niður á miðvikudagsmorgni.

Reiknað er með frosti á bilinu 3-10 gráður. Spáð er átakalitlu veðri fram yfir helgi en eitthvað gæti snjóað þegar líður á föstudag. Mögulega sést til sólar um helgina en varla fyrr hér á Norðurlandi vestra. Kaldast verður fimmtudag og fram á föstudag en þá er gert ráð fyrir 16 stiga frosti á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók sem virðist vera einstakur kuldapollur.

Þegar þetta er ritað seint á mánudagskvöldi er vegir almennt færir á Norðurlandi vestra en hálkublettir á þeim flestum eða jafnvel hálka. Skafrenningur er á Siglufjarðarvegi og éljagangur á Þverárfjallsvegi og Laxárdalsheiði. Þeir sem hyggja á ferðalög á morgun geta fylgst með færðinni á umferdin.is eða haft samband við Vegagerðina í síma 1777. Þar sem spáð er snjókomu og töluverðum vindi er rétt að kanna aðstæður áður en haldið er á heiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir