Þorrablótin í Húnaþingi vestra að skýrast

Norðanáttin segir frá því að nú eru komnar einhverjar dagsetningar á þorrablót í Húnaþingi vestra 2011.

Fyrst ber að nefna þorrablót félags eldri borgara sem haldið verður í Nestúni laugardaginn 22. janúar. Borðhald hefst þar kl. 19:00 og er miðaverð kr. 3.500. Miðapantanir fara fram hjá eftirtöldum: Maggý í síma 451-2418 eða 849-9855, Baldri í síma 451-2869 og Siggu og Eggerti í síma 451-2403 eða 866-1407.

Þorrablótið í Félagsheimilinu Víðihlíð verður laugardaginn 29. janúar og mun Geirmundur sjá um danstónlistina fram eftir nóttu. Nánar auglýst síðar.

Þorrablótið í Félagsheimilinu Hvammstanga verður laugardaginn 5. febrúar. Nánar auglýst síðar.

Þorrablótið í Félagsheimilinu Ásbyrgi, Laugarbakka, verður laugardaginn 12. febrúar. Nánar auglýst síðar.

Fleiri fréttir