Þrír af fjórum þáðu endurráðningu
Þrír af fjórum starfsmönnum sem í haust var sagt upp störfum h já Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra hafa þegið endurráðningu. Einn afþakkaði endurráðningum og hefur starfsmaður verið ráðinn í hlutastarf í hans stað. Þá hefur íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnaþings vestra sagt starfi sínu lausu frá og með 27. desember s.l.