Þrjár bílveltur í Húnaþingi
Þrjár bílveltur urðu á í Húnavatnssýlum síðdegis í gær. Sú fyrsta varð á Hrútafjarðarhálsi, en lögreglan á Blönduósi sagði í samtali við Rúv.is að tveir erlendir ferðamenn hafi slasast minniháttar.
Þá varð bílvelta við bæinn Enniskot í Vestur-Húnavatnssýslu. Ökumaður jepplings sem slasaðist í bílveltu var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Borgarspítalann á níunda tímanum í gærkvöldi.
Samkvæmt Rúv.is var maðurinn færður undir læknishendur á Blönduósi en þar var ákveðið að fljúga manninnum til Reykjavíkur í frekari læknisrannsóknir. Maðurinn var einn í bílnum.
Á sjötta tímanum varð bílvelta við vegamót Hvammstangavegs og Norðurlandsvegs. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum en ekki var vitað um slys á fólki. Víða var mikil hálka á vegum í Húnavatnssýslum.