Tilkynning til íbúa Húnavatnssýsla um skerðingu á þjónustu við heyrnarskerta íbúa

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þykir leitt að tilkynna að stofnunin er knúin til að leggja niður þá móttöku heyrnarsviðs sem staðið hefur til boða á Blönduósi mánaðarlega síðustu ár. Síðasti afgreiðsludagur að sinni hjá Sofiu Dalman, heyrnarfræðingi HTÍ, er mánudaginn 12.júní n.k.

Heyrnarskertum íbúum svæðisins, sem þurfa að sækja þjónustu til HTÍ er bent á afgreiðslustaði HTÍ á Sauðárkróki, Akureyri eða Reykjavík.

Stofnunin vonast til að geta bætt þjónustu að nýju með tíð og tíma.

Við þökkum starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár og biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á stöðunni.

Starfsfólk Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.

Heyrnar- og talmeinastöð er heilbrigðisstofnun ríkisins og fellur undir Heilbrigðisráðuneyti. Stofnunin er miðstöð þjónustu við heyrnarskerta og heyrnarlausa sem og fólk með ýmis talmein.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir