Tvísöngur og kvæðalagahefð

Námskeið í kveðskap og söng verður haldið í gömlu kirkjunni á Blönduósi laugardaginn 17. nóvember frá kl. 11 til 17. Enn eru laus pláss á námskeiðið og eru söngelskir Skagfirðingar jafnt sem Húnvetningar hvattir til að nýta sér þetta námskeið.

Það er félagið Landnámsmenn Ingimundar gamla sem stendur fyrir námskeiðinu en þar læra þátttakendur að kveða og syngja kvæða og tvísöngsslög sem tengjast Vatnsdalnum og Húnavatnssýslum og fjallað verður um þessa sönghefð sem var mjög sterk í þessum landshluta.

Kennari er Bára Grímsdóttir frá Grímstungu í Vatnsdal. Námskeiðshefti verður dreift til þátttakenda. Skráning á námskeiðið er hjá Jóni Gíslasyni í síma 452 4077 og á netfangið info@vatnsdalur.is. Skráningafrestur er til og með 12. nóvember.

Námskeiðsverð er kr. 4.500 og innifalið er í verði súpa og brauð í hádegi og kaffi. Takmarkaður þátttakendafjöldi verður á námskeiðinu.

Námskeiðið er öllum opið og er haldið á vegum félagsins Landnám Ingimundar gamla, með styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra.

Fleiri fréttir